top of page
  • andrea2401

Haustmótaröðin hefst um helgina

Næstkomandi sunnudag, 27. september verður mót nr. 1 í haustmótaröðinni okkar. Bláa lónið styrkir mótið og verða verðlaun gefin fyrir fyrstu 3 sætin í punktakeppni og fyrsta sætið í höggleik. Einnig verður dregið úr skorkortum. Verðlaunin eru í formi gjafabréfa í lónið og á Lava restaurant og svo húðvörur af bestu gerð.


Fyrir holu í höggi í mótinu er gisting í eina nótt á Diamonds Suites ásamt þriggja rétta óvissuferð að hætti Óla fyrir tvo.

28 views0 comments

留言


bottom of page