top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Hinir útvöldu sigruðu Geysisdeildina

GEYSIS deildin hefur verið í gangi í allt sumar. Deildin er þannig að vinir og kunningjar skipa lið sem spila við önnur lið yfir sumarið. Spilað er í riðlum þannig að öll lið fá að minnsta kosti þrjá leiki. Allir leikir eru spilaðir með forgjöf þannig að þetta er klárlega deild fyrir kylfinga og vinahópa á öllum getustigum.


Deildin í ár var einstaklega spennandi og þegar síðasta umferðin var leikin þá gátu 3 lið orðið meistarar. Hinir útvöldu sigruðu sinn síðasta leik og tryggðu sér þannig sigur í deildinni og eru þar með meistarar í þessari skemmtilegu deildarkeppni árið 2021.


Liðið Hinir útvöldu er skipað eftirfarandi kylfingum:

Benedikt Sigurðsson

Halldór Karl Ragnarsson

John Steven Berry

Jóhannes Þór Sigurðsson

Pétur Már Pétursson

Sveinbjörn Guðni Jónsson

Þorgeir Ver Halldórsson

Við óskum þeim til hamingju með titilinn Geysisdeildarmeistarar 2021 og verður þeim afhentur bikarinn eftirsótta á lokahófi klúbbsins sem haldið verður upp úr miðjum september.133 views0 comments

Commentaires


bottom of page