top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Innheimta félagsgjalda 2021

Kæru félagar.


Innheimta árgjalda 2021 fer vel af stað. Eins og á síðasta ári fer innheimtan fram í gegnum Nóra kerfið enda gekk með eindæmum vel í fyrra. ALLIR félagar þurfa að fara inn í Nóra kerfið og skrá greiðsluna sína. Hægt er að skipta greiðslum niður og hvetjum við félaga til að ganga frá greiðsluskráningu sem fyrst. Á heimasíðu klúbbsins er að finna leiðbeiningar um hvernig skal bera sig að: https://www.gs.is/grei%C3%B0sla-f%C3%A9lagsgjalda


Fyrir þá sem ganga frá greiðsluskráningu fyrir 1. febrúar og greiða gjald fyrir 27 ára og eldri ásamt nýliðagjaldi fá innifalið í gjaldinu annað hvort kaffikort fyrir sumarið eða 10 boltafötur (áfyllingu). Vinsamlegast athugið að þar sem hjónagjald er eitt gjald fylgir 1x kaffikort eða 1x boltakort með því gjaldi. Fyrir þá sem vilja kaupa kaffikort eða boltakort aukalega er það einnig hægt og möguleiki að dreifa heildargreiðslunni á fleiri gjalddaga.​


ATHUGIÐ að þeir sem ekki hafa greitt árgjald 2021 eða skráð greiðslu fyrir 1. apríl (þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla að vera í klúbbnum og munu því missa aðgang sinn að Golfbox.


Bent er á að mörg stéttarfélög og atvinnurekendur styrkja starfsmenn sína við íþróttaiðkun og telst félagsaðild í GS vera styrkhæf. Hægt er að nálgast kvittanir í Nóra kerfinu, bæði við skráningu og eftir.


Öll félagsgjöld eru greidd í gegnum greiðslukerfið Nóra.


Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu klúbbsins, www.gs.is undir “um klúbbinn” og svo “gjaldskrá” og “greiðsla félagsgjalda”


Skráning í klúbbinn er opin allt sumarið og er áhugsömum bent á að hafa samband við skrifstofu í tölvupósti.


Fyrir spurningar og nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við skrifstofu, gs@gs.is







165 views0 comments

Comments


bottom of page