Golfklúbbur Suðurnesja og Karen Sævarsdóttir hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar sem íþróttastjóri GS. Karen hefur skilað góðu starfi fyrir GS undanfarin þrjú ár. Stjórnin þakkar Karen fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Vinna er hafin við að finna eftirmann Karenar og munum við flytja félögum fréttir af því þegar þau mál skýrast.
Fyrir hönd stjórnar, Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður
Comments