top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Karlasveit GS endaði í 6. sæti í 1. deild og kvennasveitin sigraði 2. deildina

Karlasveit GS

Íslandsmót golfklúbba fór fram um nýliðna helgi og spilaði karlasveitin okkar í 1. deild en mótið fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og á Korpunni. Strákarnir stóðu sig vel og enduðu í 6. sæti og tryggðu sér þar með sæti í deildinni að ári. Þeir voru í erfiðum riðli sem samanstóð of GS, GKG, GM og GOS.

Fyrsti leikur var gegn GKG og tapaðist sá leikur 3-2 og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðasta púttinu á 18. holu. Næsti leikur var gegn GOS og vannst sá leikur 3-2 sem átti eftir að reynast liðinu afar mikilvægur í baráttunni um 5-8. sætið. Lokaleikur riðilsins var gegn GM og var það hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi í undanúrslitin. Spennandi leikur sem endaði með sigri GM 3-2.

Síðustu 2 leikir liðsins voru gegn GKB og GV. GKB vann okkar menn 3.5-1.5. Lokaleikur okkar var gegn GV og sá leikur vannst 3-2 sem tryggði okkur 6. sætið og áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Kvennasveit GS

Kvennasveitin okkar spilaði í 2. deild á Selfossi. Byrjað var á 36 holu höggleik en okkar konur voru í efsta sæti eftir hann á 460 höggum og kom Selfoss (GOS) á eftir á 473 höggum. GS spilaði því á móti Golfklúbbnum Leyni sem var í fjórða sæti eftir höggleikinn. Sá leikur vann GS örugglega 3-0 og kom sér þar með í úrslitaleikinn á móti heimakonum í GOS. Sá leikur var gríðarlega spennandi og eftir 1-1 stöðu í tvímenningnum var ljóst að úrslitin myndu ráðast í fjórmenningnum. Okkar konur náðu að landa sigrinum á síðasta púttinu á 18. holu, náðu Íslandsmeistaratitlinum í deildinni og munu því spila aftur í 1. deild á næsta ári.


Frábær árangum hjá okkar fólki um helgina og óskar GS liðunum innilega til hamingju.


201 views0 comments

コメント


bottom of page