Golfklúbbur Suðurnesja
Klúbbmeistarar 2017
Meistaramót 2017 var leikið undanfarna fjóra daga. Aðstæður voru erfiðar og veðurfar gerði kylfingum lífð leitt, sérstaklega fyrstu tvo dagana.
Keppendur létu það þó ekki á sig fá og allir sem hófu leik luku leik. Klúbbmeistarar í ár eru þau Karen Guðnadóttir (8. titill) og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (9. titill). Þau unnu bæði sína flokka nokkuð örugglega.
Mótanefnd þakkar öllum sem tóku þátt og óskar verðlaunahöfum til hamingju.