top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Kristján Björgvinsson Íslandsmeistari í golfi og Helga Sveinsdóttir í öðru sæti


GSingarnir Kristján Björgvinsson og Helga Sveinsdóttir voru í eldlínunni í sínum flokk er Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023. Leikinn var 54 holu höggleikur án forgjafar á þremur dögum við frekar erfiðar aðstæður þar sem sterkur vindur lék á alls oddi alla daga.


Kristján er Íslandsmeistari í golfi 2023 í karlaflokki 65 ára og eldri og sigraði Kristján með einu höggi. Kristján fékk gott par á 53. holunni sem gaf honum tveggja högga forystu fyrir lokaholuna. Sigurður Aðalsteinsson, GSE, varð annar og Jónas Kristjánsson, GR, þriðji.

Helga var í öðru sæti í kvennaflokki 65 ára og eldri en það var Oddný Sigsteinsdóttir, GR, sem varð Íslandsmeistari, þremur höggum betri en Helga. Helga og Oddný voru jafnar eftir 51 holur og var það betri endasprettur hjá Oddnýu sem tryggði henni titilinn í ár. Björg Þórarinsdóttir, GO, var í þriðja sæti.


Golfklúbbur Suðurnesja óskar Kristjáni til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og Helgu til hamingju með árangurinn en alls voru sex kylfingar frá GS sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni.
96 views0 comments

Comentários


bottom of page