top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Kvennagolfið hefst í næstu viku

Kæru konur. Við erum mjög spenntar að hefja kvennagolfið og ætlum við að byrja mánudaginn 17 maí. kl. 17:00-19:00. Kvennaráðið tekur vel á móti ykkur fyrir og/eða eftir hring. Kynnum fyrir ykkur dagskrá sumarsins og einnig verðum við með nýjan GS fatnað til sýnis og tökum við pöntunum.


Þið skráið ykkur á golfbox eða hringið í Leirukaffi, 421-4100. Skráningu lýkur kl: 12:00 á hádegi á mánudögum. Þið fáið rástíma á golfboxinu og spilið á þeim tíma, við viljum tryggja að það myndist ekki bið á teig.


Þær konur sem eru ekki nú þegar félagsmenn í GS greiða 1.500 kr. í Leirukaffi í hvert skipti.

Við spilum 9 holur, hittumst svo í Leirukaffi á eftir og fáum okkur hressingu, minnum ykkur á að það er hægt að kaupa inneignarkort þar.
152 views

Comments


bottom of page