top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Kynningarkvöld GS var haldið í byrjun júní

Í byrjun júní var haldið kynningarkvöld þar sem boðið var upp á léttar veitingar og farið yfir hin ýmsu mál. Örn Ævar Hjartarson, formaður mótanefndar kynnti mótaskrána, formaður GS, Ólöf Kristín Sveinsdóttir og formaður afreksnefndar, Sigurður Sigurðsson, skrifuðu undir samninga við afrekskylfingana Loga Sigurðsson, Fjólu Margréti, Guðmund Rúnar Hallgrímsson og Pétur Þór Jaidee. Björgvin Sigmundsson komst því miður ekki til að skrifa undir þar sem Covid náði honum. Kylfingar ársins 2021 fengu viðurkenningu frá ÍRB en það voru þau Fjóla Margrét og Logi Sigurðsson. Fjóla Margrét fékk einnig viðurkenningu fyrir tvo Íslandsmeistaratitla sem hún vann í fyrra. Fyrir hönd kvennanefndar GS afhenti svo Guðrún Þorsteinsdóttir styrk til Fjólu Margrétar sem á aldeilis eftir að koma sér vel fyrir hana á tímabilinu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar Kjartan Már Kjartansson og Ólöf Kristín skrifuðu undir afnotasamning á húsnæði í Leirunni. Það var keppt í pub quiz á milli borða sem var stýrt af íþróttastjóranum Sigurpáli og Guðmundi Rúnari afrekskylfingi. Það voru skemmtilegar spurningar sem tengdust Golfklúbbi Suðurnesja og golfi almennt og var mikill metnaður á borðunum. Hægt var að máta og panta GS föt og fyrirkomulagið Braut í fóstri var kynnt en nánari upplýsingar um það má finna hér.


Virkilega skemmtilegt kvöld og þakka stjórnendur klúbbsins þeim félögum sem mættu.

218 views0 comments

Comments


bottom of page