top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Leirumótið í samstarfi við Golfbúðina í Hafnarfirði og Courtyard by Marriott

Um helgina (4. - 6. júní) verður Leirumótið haldið hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mótið er haldið í samstarfi við Courtyard by Marriott og Golfbúðina í Hafnarfirði. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og er það þriðja mótið á keppnistímabilinu.

Spilaður er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast 70% keppenda áfram úr hvorum flokki.

Hámarksfjöldi kylfinga í Leirumótið er 144. Þáttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5.

Veitt verða verðlaun (gjafakort frá Golfbúðinni í Hafnarfirði og Courtyard by Marriott) fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið fyrir klukkan 23:59 þriðjudaginn 1. júní, Skráning fer fram á Golfbox.

Við hvetjum alla félagsmenn að leggja leið sína í Leiruna og berja bestu kylfinga landsins augum.




90 views0 comments

Comments


bottom of page