top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Leirumótið – Spennandi barátta fyrir lokadaginn

Öðrum keppnisdegi af þremur er lokið á Leirumótinu. Leirumótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og það fyrsta á keppnistímabilinu. Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins og fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru.

Íslandsmeistarinn í höggleik, Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hélt uppteknum hætti í dag og spilaði gott golf. Hann kom inn á 71 höggi og leiðir mótið með einu höggi en Kristján Þór er á 140 höggum, eða fjóra undir pari eftir tvo hringi. Einu höggi á eftir koma svo Birgir Björn Magnússon úr Golfklúbbnum Keili og Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á þremur höggum undir pari. Birgir Björn spilaði á 69 höggum í dag eins og Sigurður Arnar sem var besta skor dagsins.


Heimamaðurinn Logi Sigurðsson spilaði vel í dag á 71 höggi og er jafn í 8. sæti á 146 höggum eða tveimur höggum yfir pari.


Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson (GM) 140 högg, -4 (69-71)

T2. Birgir Björn Magnússon (GK): 141 högg,-3 (72-69)

T2. Sigurður Arnar Garðarsson (GKG): 141 högg, -3 (72-69)

T4. Böðvar Bragi Pálsson (GR): 142 högg, -2 (70-72)

Í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur efst á 150 höggum en hún átti besta hring dagsins á 76 höggum. Í öðru sæti er Berglind Björnsdóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavík á 153 höggum. Svo í þriðja sæti er Selfyssingurinn Heiðrún Anna Hlynsdóttir á 156 höggum.


Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:


1. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR): 150 högg, +6 (74-76)

2. Berglind Björnsdóttir (GR): 153 högg, +9 (74-79)

3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS): 156 högg, +12 (76-80)

T4. Helga Signý Pálsdóttir (GR): 157 högg, +13 (76-81)

T4. Fjóla Margrét Viðarsdóttir (GS): 157 högg, +13 (75-82)


Dagurinn í dag var aðeins erfiðari en gærdagurinn en vindurinn blés heldur meira. Erfiðasta hola dagsins var 2. holan sem er par 4 en keppendur léku hana á 4,80 höggum að meðaltali á meðan 18. holan sem er par 5 spilaðist auðveldust með meðalskor upp á 4,96 högg.


Það verður spennandi að sjá hverjir verða krýndir Leirumóts-meistarar árið 2023. Við viljum hvetja alla að koma út í Leiru og sjá okkar bestu kylfinga spila lokahringinn á morgun. Síðustu holl leggja af stað um kl. 13:30. Golfklúbbur Suðurnesja ætlar að brjóta upp hefðina í ræsingu og verða keppendur ræstir út á 8 mínútna fresti í tveggja manna hollum. Þetta er gert til að auka keppnisupplifunina með að líkja eftir uppsetningu stærstu atvinnumannamótanna.

172 views0 comments

Comments


bottom of page