top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Liðin í bændaglímunni eru tilbúin!

Þá eru liðin tilbúin fyrir morgundaginn. Bændurnir Andrea og Rúnar hafa dregið í lið og má sjá liðin og leikina á myndinni. Þeir sem eru í sömu línu spila hvor á móti öðrum.


Það ætlar enginn að tapa, það er ljóst og má gera ráð fyrir æsispennandi keppni.


Keppendur eru hvattir til að mæta í búningi í réttum lit og hver veit nema besti búningurinn verði valinn :)

Allir ræstir út kl. 12 (mæting ekki seinna en 11.30). Upphafsteigur verður tilkynntur fyrir leik. Við minnum líka á lagersöluna frá Ísam sem verður í dag, föstudag frá kl. 17 og á morgun.


Sjáumst hress á morgun!

Bændur og búalið



580 views0 comments

Comments


bottom of page