Frábærar aðstæður voru á Urriðavelli á þriðja keppnisdeginum þar sem að miklar sviptingar voru á meðal þeirra efstu.
Hlynur Geir Hjartarson, GOS, er með fjögurra högga forskot á 10 höggum undir pari samtals. Klúbbmeistari GS Logi Sigurðsson er annar á 6 höggum undir pari vallar, búinn að spila hringina þrjá á 69-67-71. Aron Emil Gunnarsson, GOS, er í þriðja sæti og verður með þeim Hlyni og Loga í lokaráshópnum á morgun.
GS-ingarnir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er í 29.-31. sæti á +9, Róbert Smári Jónsson í 47.-48 sæti á +16 og Sveinn Andri Sigurpálsson í 57.-58.sæti á +20.
Í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, með tveggja högga forskot á 2 höggum undir pari samtals. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, eru á pari vallar en Hulda setti nýtt vallarmet á Urriðavelli í dag, 67 högg. GS-ingurinn Fjóla Margrét Viðarsdóttir fór upp um 8 sæti í dag og er í 16.sæti á +24.
Bein útsending verður bæði á golf.is og á RÚV frá kl.14:30. Við hvetjum félagsmenn til fylgjast vel með Loga í lokabaráttunni um Íslandsmeistaratitillinn í golfi.
コメント