top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Logi Íslandsmeistari í höggleik í flokki 19-21 árs

Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram hjá Setberginu og GKG um helgina. GS átti 4 þátttakendur sem allir stóðu sig vel og voru klúbbnum til sóma. Veðrið lék við keppendur og vellirnir skörtuðu sínu fegursta. Logi Sigurðsson lék í flokki 19-21 árs þar sem allir bestu kylfingar þessa aldurs léku með. Logi lék stöðugt golf og leiddi mótið frá degi 1. Þegar 9 holum var ólokið á lokadegi leiddi Logi með 6 höggum en á seinni 9 var þjarmað að honum svo um munaði. Fyrir síðustu holuna átti Logi 1 högg á Hjalta Hlíðberg. Hjalti sló frábært innáhögg á 18. holu þar sem boltinn endaði 1.5 metra frá holu fyrir fugli. Eftir það sló Logi frábært golfhögg sem endaði 50 cm frá holu fyrir fugli og tryggði sér sigurinn með einu höggi. Fyrsti íslandsmeistaratitill Loga í höfn og óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn.

Önnur úrslit okkar fólks eru hér að neðan:


15-16 ára stúlkur. Fjóla Margrét. 4. sæti.

15-16 ára drengir. Snorri Rafn William Davíðsson. 26. sæti

12 ára og yngri drengir. Ingi Rafn William Davíðsson. 11. sæti





198 views0 comments

Comments


bottom of page