top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Logi Sigurðsson kjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar 2023

Í gær, þann 21.janúar, fór fram sameiginlegt hóf Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags í Hljómahöll. Á þessari athöfn var besta og efnilegasta íþróttafólk Reykjanesbæjar heiðrað fyrir frábæran árangur á íþróttaárinu 2023. Þá voru þeir sem urðu Íslandsmeistarar á árinu og sjálfboðaliðar ársins heiðraðir við sama tilefni. Er það íþróttabandalag Reykjanesbæjar sem stendur á baki valinu og var það formaður bandlagsins, Rúnar V. Arnarson, sem setti athöfnina.

 

Logi Sigurðsson, frá Golfklúbbi Suðurnesja, varð fyrir valinu sem Íþróttamaður og karlkyns kylfingur Reykjanesbæjar árið 2023, en eins og flestum félagsmönnum er kunnugt spilaði Logi frábært golf á árinu 2023. En á því sögulega ári varð Logi Íslandsmeistari í karla í höggleik, Stigameistari Golfsamband Íslands og klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja. Logi er ný kominn heim úr æfingaferð með landsliðshóp Íslands en landsliðshópurinn æfði við bestu aðstæður í æfingabækistöðvar Golfsamband Íslands á Hacienda del Alamon á Spáni.


Fjóla Margrét Viðarsdóttir var heiðruð sem kvenkyns kylfingur ársins hjá Reykjanesbæ en á árinu var Fjóla í þriðja sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik 15-16 ára og í fjórða sæti á Stigalista Golfsambands Íslands 16 ára og yngri. Fjóla var einnig valin í Stúlknalandsliðshóp Íslands sl. ár og keppti hún fyrir hönd Íslands á Evrópumóti landsliða undir 18 ára. Fjóla eins og Logi var valin í æfingahóp landslið Íslands sem æfði nýlega á Spáni.


Við athöfnina voru veittar nokkrar aðrar viðurkenningar til félagsmenn Golfklúbbs Suðurnesja. . Annars vegar fékk Kristján Björgvinsson viðurkenningu sem Íslandsmeistari karla í höggleik 65 ára og eldri og hins vegar Gísli Grétar Björnsson sem sjálfboðaliði ársins hja Golfklúbbi Suðurnesja.


Við óskum þeim Loga, Fjólu, Kristjáni og Gísla til hamingju með glæsilegan árangur sem og öðru íþróttafólki og íþróttaliðum sem stóðu sig afburða vel á sl. ári





161 views0 comments

Comments


bottom of page