top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Logi stigameistari 2023 á stigamótaröð GSÍ.

Logi Sigurðsson frá Golfklúbbi Suðurnesja og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, eru stigameistarar 2023 á stigamótaröð GSÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru stigameistarar en fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.


Logi sigraði eftirminnilega Íslandsmótið í golfi 2023 og lék hann alls á sex mótum í sumar. Hann varð í öðru sæti um helgina á Korpubikarnum og fjórði á fyrsta móti tímabilsins á heimavelli í Leirunni. Logi varð einnig í 6., 12. og 19. sæti á tímabilinu. Alls fengu 154 keppendur stiga á stigamótaröð GSÍ á þessu tímabil.


Logi er fimmti Stigameistari GS en fyrr til voru þau Karen Sævarsdóttir (1989, 1992), Örn Ævar Hjartarson (1999), Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (2001) og Karen Guðnadóttir (2014).


1. Logi Sigurðsson, GS 3.738 stig (6 mót).

2. Kristján Þór Einarsson, GM 3.169 stig (6 mót).

3. Birgir Björn Magnússon, GK 2.745 stig (4 mót).

4. Aron Snær Júlíusson, GKG 2.469 stig (4 mót).

5. Daníel Ísak Steinarsson, GK 2.439 stig (6 mót).


Lokastaðan hjá öðrum félagsmönnum GS:

46. Pétur Þór Jaidee 422 stig (3 mót).

52. Sveinn Andri Sigurpálsson 349 stig (4 mót).

55. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 320 stig (3 mót).

85. Róbert Smári Jónsson 90 stig (2 mót).

86. Björgvin Sigmundsson 89 stig (2 mót).

98. Stefán Ragnar Guðjónsson 52 stig (1 mót)

99. Rúnar Óli Einarsson 48 stig (2 mót)

107. Ævar Pétursson 30 stig (1 mót)


1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 4.390 stig (4 mót). 2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 4.300 stig (4 mót). 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 3.611 stig (6 mót). 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 3.221 stig (3 mót). 5. Berglind Björnsdóttir, GR 3.150 stig (6 mót).


Lokastaðan hjá öðrum félagsmönnum GS:

13. Fjóla Margrét Viðarsdóttir 1.217 stig (4 mót).

105 views0 comments

Comments


bottom of page