top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Lokahóf og bændaglíma 2022

Síðastliðinn laugardag var haldin hin árlega bændaglíma klúbbsins. Veðrið algjörlega lék við keppendur, þátttaka var mjög góð og óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér vel í blíðunni. Bændur ársins voru Andrea Ásgrímsdóttir sem var með rauða liðið og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson var með bláa liðið. Þrátt fyrir vilja og háværar yfirlýsingar tókst Rúnari ekki að sigra og var það Andrea og rauða liðið sem var sigurlið þessa árs :)


Um kvöldið var svo lokahóf og voru það afrekskylfingar klúbbsins sem sáu um matinn. Talað var um að fólk hefði sjaldan smakkað annað eins lostæti og var á borðum þarna.


Verðlaun og viðurkenningar voru veittar fyrir eftirfarandi:


Stigameistari karla: Oddgeir Karlsson

Stigameistari kvenna: Guðrún Þorsteinsdóttir

Bikarmeistari: Haraldur Óskar Haraldsson

Sjálfboðaliði ársins: Gísli Grétar Björnsson


GS þakkar félögum og öðrum gestum fyrir frábæran golfdag og skemmtilegt kvöld.


Bændur og búalið

Andrea og rauða liðið klár í slaginn

Rúnar bóndi kom ekki til að tapa

Bændur berjast um bikarinn

Örn Ævar fer yfir reglurnar (takið eftir fánanum í baksýn - ekki oft sem hann er í þessari stöðu...)

Stemning á pallinum

Frábært verður allan daginn

Rauða liðið fagnar sigrinum

Stigameistari kvenna 2022, Guðrún Þorsteinsdóttir

Bikarmeistari 2022, Haraldur Óskar Haraldsson

Sjálfboðaliði ársins, Gísli Grétar Björnsson

310 views0 comments

Comentários


bottom of page