Golfklúbbur Suðurnesja
Lokahóf U18
Í gær var lokahóf haldið fyrir kylfinga GS undir 18 ára. Pútt- og vippþrautir voru á púttflötinni og svo pizzuveisla í skálanum þar sem viðurkenningar voru veittar.
Siggi Palli íþróttastjóri afhenti kylfingunum verðlaunin, nokkrir voru útvaldir en allir stóðu sig frábærlega í sumar. Vel gert krakka, GS er einstaklega stolt af jafn frábærum hópi og þið eruð – og takk Siggi Palli fyrir frábært starf í sumar.





