top of page
  • andrea2401

Meistaramót barna og unglinga 2021

Meistaramót barna og unglinga fór fram dagana 5. og 6. júlí. Veðrið lék við keppendur og völlurinn skartaði sínu fegursta. Leikið var í flokkum 10 ára og yngri og byrjendur, 11-12 ára og 13-15 ára. Í yngsta flokknum voru spilaðar 2 x 9 holur á gullteigum og fengu allir keppendur þátttökuverðlaun fyrir góðan árangur. Í flokki 11-12 voru spilaðar 2 x 9 holur á rauðum teigum og urðu úrslit eftirfarandi. 1. Ingi Rafn William Davíðsson 2. Angantýr Atlason 3. Garðar Grétarsson Í flokki 13-15 ára voru spilaðar 2 x 18 holur og urðu úrslit eftirfarandi. 1. Snorri Rafn William Davíðsson 2. Breki Freyr Atlason 3. Páll Guttormsson Að móti loknu var lokahóf þar sem Langbest bauð keppendum upp á pizzuveislu og verðlaun voru afhent. Klúbburinn óskar verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur.







163 views0 comments

Comments


bottom of page