Golfklúbbur Suðurnesja
Meistaramót GS 2017 – skráning hafin
Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja 2017 fer fram dagana 5-8 Júlí. Leikið verður með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár og nálgast má allar upplýsingar um mótið hér í skjölunum að neðan.
Hægt er að skrá sig í mótið á golf.is og þá geta kylfingar einungis skráð sig á rástíma fyrsta daginn en það liggur svo rástímamappa í klúbbhúsi fyrir rástíma á fimmtudeginum. Raðað verður í rástíma á föstudeginum og laugardegi eftir skori.
Keppnisskilmálar meistaramót 2017 Meistaramót flokkaröðun og annað 2017
Veglegt lokahóf verður síðan Laugardaginn 8.júlí og er það innifalið í mótsgjaldi.