Það styttist aldeilis í stærsta viðburðinn okkar, meistaramótið og er skráning hafin.
Barna- og unglingaflokkarnir ásamt nýliðaflokknum spila dagana 4. og 5. júlí. Síðan var ákveðið að breyta öldungaflokknum 65 ára og eldri þannig að þeir spila mánudag-miðvikudag-föstudag og hefja þeir því einnig leik á mánudeginum 4. júlí. Á miðvikudeginum 6. júlí hefja svo aðrir flokkar leik.
Flokkaskipting og rásröðun er eftirfarandi. Ekki er hægt að setja inn tímasetningu á rástímum fyrr en sést hversu margir skrá sig en flokkarnir verða ræstir út í þessari röð. Að öllu óbreyttu verður byrjað að ræsa út kl. 8:00 með 9 mínútna millibili.
Meistaraflokkur karla, forgjöf -4,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Hvítir teigar.
Meistaraflokkur kvenna, forgjöf -9,4. Höggleikur. 72 holur (mið-lau). Bláir teigar.
Opinn flokkur karla, 50 ára og eldri. Höggleikur með og án forgjafar. 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.
Öldungaflokkur karla, 65 ára og eldri. Punktakeppni m. forgj. 54 holur (mán-mið-fös). Rauðir teigar.
Fyrsti flokkur karla, forgjöf 4,5-9,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.
Fyrsti flokkur kvenna, forgjöf 9,5-18,4. Höggleikur. 72 holur (mið-lau). Rauðir teigar.
Annar flokkur karla, forgjöf 9,5-14,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.
Annar flokkur kvenna, forgjöf 18,5+. Höggleikur. 72 holur (mið-lau). Rauðir teigar.
Þriðji flokkur karla, forgjöf 14,5-19,4. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.
Fjórði flokkur karla, forgjöf 19,5-26.0. Höggleikur, 72 holur (mið-lau). Gulir teigar.
Fimmti flokkur karla, forgjöf 26,1+. Punktakeppni með forgj. 54 holur (mið-fös). Bláir teigar.
Opinn flokkur kvenna. Punktakeppni m. forgj. 54 holur (mið-fös). Rauðir teigar.
Á öðrum degi snúast rástímar við, þ.e. opinn flokkur kvenna hefur leik og meistaraflokkur karla verður síðastur út.
Barna- og unglingaflokkarnir spila á mánudeginum og þriðjudeginum. Leikur hefst kl. 10.00 báða dagana. Lokahóf og verðlaunaafhending verður að leik loknum á þriðjudeginum. Skráning á facebook síðunni GS unglingar, frekari upplýsingar og fyrirkomulag veitir íþróttastjóri, Sigurpáll Geir Sveinsson.
Háforgjafarflokkarnir spila 9 holur á mánudeginum og 18 holur á þriðjudeginum. Leikur hefst kl. 15.00 báða dagana.
Að öðru leyti gildir reglugerð um meistaramót.
Skráningarfrestur er til kl. 12 daginn fyrir fyrsta keppnisdag og fer fram á Golfbox.
Mótsstjórn raðar keppendum á rástíma; fyrstu tvo dagana er dregið í ráshópa en seinni tvo dagana ræður skor rástímum (á lokahring sé um þriggja daga mót að ræða).
Mótsstjórn getur veitt undanþágu frá þessari reglu séu rök keppanda sterk og það sé mat mótsstjórnar að undanþága veiti viðkomandi ekki forskot á aðra keppendur. Umsóknir um undanþágur þurfa að berast mótsstjórn í síðasta lagi sunnudaginn 3. júlí í tölvupósti á gs[at]gs.is, eftir það verða umsóknir um undanþágur ekki teknar til greina.
Golfbílar eru ekki leyfðir nema keppandi fái undanþágu frá mótsstjórn, undanþágur skulu aðeins veittar þeim kylfingum sem eiga erfitt um leik heilsu sinnar vegna.
Mótsstjórn hefur ákveðið að keppendum í flokki 65 ára og eldri er sjálfkrafa veitt undanþága en aðrir þurfa að sækja um undanþágu hjá mótsstjórn í síðasta lagi sunnudaginn 3. júlí í tölvupósti.
Hlökkum til að sjá sem flesta í Meistaramótinu, skemmtilegasta móti ársins!
Lokahófið verður á sínum stað og er áætlað að byrja kl. 19.00 á laugardeginum. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning þetta kvöld og við vonumst til að fá sem flesta í hús. Bent er á að allir eru velkomnir þó þeir séu ekki keppendur í mótinu, hægt er að kaupa aðgangsmiða í Leirukaffi á 4.500 kr.
Golfkveðja frá mótsstjórn
Comments