top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nándarverðlaun í Meistaramóti

Á öllum par þrjú holum Leirunnar verða veitt nándarverðlaun í boði Sporthússins í Meistaramóti 2019

Verðlaunin eru ekki af lakara taginu; þriggja mánaða líkamsræktarkort og brúsi frá Sporthúsinu, hver að verðmæti 31.990 kr.

Verðlaunin eru háð skilyrðum:

  1. Sá sem er næstur holu eftir alla daga mótsins. Þ.e. hver keppandi fær fjórar tilraunir á hverri holu (að undanskyldum þeim sem leika færri daga).

  2. Ekki getur sami kylfingur unnið fleiri en ein nándarverðlaun. Dæmi: ef upp kemur sú staða að sami kylfingur er næstur holu á 3. (3,5m) og 16. (1m). Þá vinnur hann verðlaunin á þeirri holu sem hann er nær, í þessu tilviki 16.

  3. Hola í höggi telst ekki næstur holu heldur er boltinn í holunni og verða veitt sérstök verðlaun fyrir holu í höggi

1 view0 comments

Comments


bottom of page