top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nýliðakynningar fyrir árið 2023 hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Viltu kynna þér golf og fá að prófa? Þann 8. maí hefjast nýliðakynningar hjá Golfklúbbi Suðurnesja.


Sigurpáll Geir Sveinsson PGA golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, ásamt leiðbeinanda, munu kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði golfsveiflunnar ásamt púttum og vippum.


Námskeiðin miða að þeim sem langar að prófa golf eða eru að skríða sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf.


Námskeið 1. 8. og 9. maí kl. 19.00-20.00.

Námskeið 2. 8. og 9. maí kl. 20.00-21.00.


Námskeið 3. 22. og 23. maí kl. 19.00-20.00.

Námskeið 4. 22. og 23.. maí kl. 20.00-21.00.


Námskeiðið kostar aðeins 7.000 kr. og eru kúlur og áhöld innifalin.


Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn fæst gjaldið endurgreitt.


Athugið: takmarkað sætaframboð





501 views0 comments

Comments


bottom of page