top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nýr rekstraraðili Leirukaffi í sumar

Golfklúbbur Suðurnesja og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hafa samið um að Guðmundur Rúnar verði rekstraraðili Leirukaffi fyrir árið 2023. Guðmundur er eflaust mörgum félagsmönnum kunnugur en hann varði fimm sumrum í Leirunni frá árinu 2008 til ársins 2012.


Guðmundur er mikil listamaður og fær hugmyndarflugið hans að njóta sín í eldhúsinu sem og á öðrum sviðum. Það er mikil tilhlökkun hjá Guðmundi að ,,gera sumarið litríkt og skemmtilegt" og ætlar hann að vera með á boðstólum brjálæðislega góða hamborgara, Tapas að spænskum stíl ásamt öðru góðmeti sem mun falla vel í kramið hjá kylfingum.


Í viðhorfskönnun GS voru það 87,5% félagsmanna sem sögðust vilja sjá annaðhvort meira úrval eða metnað frá Leirukaffi. Með samstarfinu með Guðmundi stígur golfklúbburinn skrefið að verða að óskum sinna félagsmanna.


Guðmundur er væntanlegur til landsins frá Spáni um miðjan apríl og fljótlega eftir það verður Leirukaffi opnað en opnunartimínn verður sérstaklega auglýstur. Guðmundur var fljótur að svara þegar spurður hvaða hamborgari myndi trekkja að í sumar. Tægerinn—150gr. hamborgari með beikoni, eggi og grænmeti—mun vera sá vinsælasti að hans mati.

Golfklúbbur Suðurnesja hvetur alla sína gesti í sumar að staldra við og gefa sér aukinn tíma til að heimsækja og versla á 19.holunni og láta um leið reyna á spádóm Guðmundar.
541 views

Comments


bottom of page