top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nýtt skráningarkerfi fyrir ALLA félaga Golfklúbbs Suðurnesja

Kæru félagar.

Við minnum á að skráning og greiðsluskráning fyrir alla meðlimi Golfklúbbs Suðurnesja fer fram í skráningarkerfinu Nóra. Þar þurfa allir meðlimir að skrá sína greiðslu fyrir árgjaldi 2020. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem flestir golfklúbbar og íþróttafélög hafa tekið upp enda einfaldar það starfsemina gífurlega. GS félagar hafa tekið þessu mjög vel og gengið hefur vel að innleiða kerfið. Enn eru þó nokkrir félagar sem hafa ekki áttað sig á þessu svo endilega verum öll dugleg að upplýsa hvert annað.

Ef skráning hefur ekki farið fram í Nóra hefur viðkomandi ekki aðgang að Golfbox.

Leiðbeiningar:

Slóðin inn á vefsíðu Nóra er gs.felog.is

-Skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

-Velja “ég er félagsmaður” og “jafnframt iðkandi”.

-Þegar búið er að skrá inn kemur upp síða með nafni þess sem skráði sig inn.

-Ýta á “skráning í boði” hægra megin á skjánum.

-Síðan er ýtt á þann flokk sem á við, hægra megin á skjánum.

-Neðar á síðunni er valið um greiðslumáta og fjölda greiðslna.

-Að lokum þarf að setja hak við “samþykki skilmála” neðst hægra megin og ýta svo á “áfram”.

-Til að ljúka ferlinu er svo ýtt á “skrá greiðslu”.

13 views0 comments

Commentaires


bottom of page