Viðhorfskönnun Golfklúbbs Suðurnesja 2024 lauk í janúar og gaf félagsmönnum tækifæri til að tjá skoðanir sínar á ýmsum þáttum starfsemi klúbbsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar fyrir stjórn og starfsmönnum áður en þær voru birtar opinberlega. Að auki hefur hluti þeirra verið kynntur fyrir íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar, þar sem kom að 91,84% svarenda telja að sveitarfélagið ætti að endurskoða stuðning sinn við klúbbinn (spurning nr. 8). Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar í heild sinni hér: Viðhorfskönnun GS 2024
Þátttaka í könnuninni
Þátttakan var mjög góð og veitir skýra mynd af viðhorfum félagsmanna. Alls svöruðu 245 félagsmenn sem er 13% aukning frá fyrra ári. Af þeim voru 72,4% karlar og 26,8% konur, sem endurspeglar félagaðildina (72,3% karla og 27,7% konur). Svarhlutfallið milli ára er svipað, sem gefur sterka vísbendingu um stöðu mála og áherslur innan klúbbsins.
Almenn atriði í könnuninni:
Svör þátttakenda veita dýpri innsýn í áherslur félagsmanna og það sem þeim þykir mikilvægast í starfsemi klúbbsins. Sérstök áhersla var lögð á greiningu lokaðra og opinna spurninga til að draga fram helstu ábendingar og tillögur.
Fyrirkomulag Hólmsvallar
Ein af mikilvægustu spurningunum í könnuninni var spurning númer 11, sem fjallaði um afstöðu félagsmanna til að færa völlinn til fyrra horfs. Niðurstöðurnar sýna að einungis 43% svarenda vilja breytingar, sem gefur sterklega til kynna að meirihluti félagsmanna styðji núverandi fyrirkomulag. Því verður Hólmsvöllur óbreyttur árið 2025, líkt og hann var eftir Íslandsmótið.
Samanburður við fyrri viðhorfskannanir
Spurning nr. 10 var ein af lykilspurningum könnunarinnar, þar sem hún gerir kleift að bera saman viðhorf félagsmanna milli ára.
Niðurstöðurnar sýna að félagsmenn meta gæði og viðhald vallarins betur en áður.
Hins vegar kom neikvæða þróun fram varðandi æfingaaðstöðuna í Leiru og inniaðstöðuna við Hringbraut. Þessi atriði hafa þegar verið kynnt íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar.
Almennt mat á aðstöðunni í klúbbhúsinu hefur hækkað frá síðustu könnun, þó enn sé svigrúm til úrbóta.
Framhald aðgerða
Stjórn og starfsmenn klúbbsins munu vinna áfram með niðurstöðurnar og meta hvaða tillögur og ábendingar nýtast best til að bæta starfsemina. Þrjú lykilverkefni eru þegar í gangi:
Nýtt púttæfingasvæði við 1.teig—Svæðið er undirbúningsstigi, og jarðvegsvinna hefur þegar hafist.
Úrbætur á salernisaðstöðu út á golfvellinum: Styrktaraðili hefur tryggt golfklúbbnum fjármögnun, og er unnið að varanlegri lausn við 6. flöt, með von um að framkvæmdum ljúki á fyrri hluta sumars.
Rekstur golfskálans: Auglýst hefur verið eftir nýjum rekstraraðila golfskálans þar sem tveggja ára samningur við Guðmund Lúðvíksson er nú lokið. Golfklúbbur Suðurnesja þakkar honum fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Við þökkum kærlega öllum þátttakendum fyrir framlag þeirra. Þessar niðurstöður eru mikilvægar fyrir stefnumótun klúbbsins og munu hafa áhrif á áframhaldandi þróun hans.
Næsta Viðhörfskönnun er fyrirhuguð á tímabilinu 15. október til 10. nóvember 2025, og helstu niðurstöðurnar verða kynntar á aðalfundi klúbbsins 26. nóvember 2025.

Comments