Haustmótaröð GS hefst Laugardaginn 7.október með fyrsta móti mótaraðarinnar. Stefnan er sett á að halda 6 slík mót á Laugardögum í Október og fram í Nóvember. Leikið verður á Laugardögum en Sunnudagar eru „varadagar“ ef ekki verður hægt að leika á Laugardögum. Veitt verða verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig en einnig verða veitt verðlaun fyrir svokallaðan „stigameistara“ mótaraðarinnar, en það verður sá kylfingur sem sem fær flesta punkta samanlagt í öllum mótum.
Verðlaun fyrir hvert mót. 1.sæti án fgj. verðlaun frá Bláa Lóninu 1.sæti punktar verðlaun frá Bláa Lóninu 2.sæti punktar verðlaun frá Ölgerðinni 3.sæti punktar verðlaun frá Nóa Síríus
Nándarverðlaun frá ýmsum.
Hámarksforgjöf í mótin eru 28 karlar og 32 konur. Rástímar verða frá 08:00 – 14:00 Verð 4.500 kr.
Skráning á golf.is
Yorumlar