top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Opna sumarmót GS – úrslit

Það voru 148 kylfingar sem tóku þátt í Opna sumarmóti GS í dag. Það blés svolítið duglega í Leirunni fyrri hluta dags (enda sumardagurinn fyrsti) en svo var komið hæglætis veður seinni partinn. Hólmsvöllur er í frábæru standi núna í apríl og mega GSingar hlakka til sumarsins.

 

Úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti: NoccoErOfmetið (Daníel Ísak Steinarsson og Bjarki Steinn l. Jónatansson úr Keili) á 61 höggi nettó og 47 punktum. Þeir vinna gjafabréf frá Bláa lóninu fyrir tvo. 2. sæti: Dumb and Dumber (Róbert Smári Jónsson og Haukur Ingi Júlíusson úr GS) á 63 höggum nettó og 45 punktum (betri á seinni níu). Þeir vinna sitt hvora töskuna með möskum frá Bláa lóninu og tvær körfur frá Nóa Síríus. 3. sæti: Tígri (Steinar Snær Sævarsson úr NK og Örn Bergmann Úlfarsson) á 63 höggum og 45 punktum. Þeir vinna sitt hvora töskuna með möskum frá Bláa lóninu.

Næstur holu á 3. braut: Örvar Sigurðsson og fær hann tösku með möskum frá Bláa lóninu. Næstur holu á 16. braut: Sigurður Sigurðsson og fær hann tösku með möskum frá Bláa lóninu.

 

Þótt veðurfræðingar hafi lofað svolítið upp í ermina á sér þá voru kylfingar almennt ánægðir með daginn.

Mótsnefnd þakkar styrktaraðilum mótsins og keppendum fyrir daginn.

5 views0 comments

Comentarios


bottom of page