top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Opnum 30.apríl inn á sumarflatir

Kæru félagar,

 

Nú er sumarið handan við hornið eins og veður gefur til kynna. Í fyrra tókst okkur að opna inn á sumarflatir fyrir félagsmenn þann 19.apríl. en í ár er völlurinn aðeins seinna til en við vonuðumst. Því munum við opna inn sumarflatir fyrir félagsmenn 30.apríl og fyrir almenna umferð 1.maí.


Þangað til eru vetrarreglur enn í gildi. Biðjum við því alla félagsmenn að ganga vel um völlinn og þar ber helst að nefna að færa boltann út fyrir braut og alls ekki vera að slá inn á sumarflatir.  

 

Birkir vallarstjóri og hans menn hafa unnið mikið starf í vetur og er Birkir nokkuð ánægður í heildina hvernig völlurinn kemur undan vetri.  Fyrr í mánuðinum þegar veður leyfði og tækifæri gafst var borið á allar flatir og voru þær margar fljótar að taka við sér. Það lofar góðu fyrir komandi sumar en flatirnar á Hólmsvelli voru með þeim allra bestu á Íslandi á síðasta golfsumri.


Bergvíkin eins og svo oft áður er einn af þeim flötum sem kemur síðust til. Hún var m.a. þakin seltu fyrir u.þ.b. tveimur vikum eftir nokkra daga af sannri íslenskri brælu sem gekk yfir Leiruna. Í morgun var dúkkað yfir flötina og verður hún þannig út vikuna og tilbúin í opnum þann 30.apríl.

 


436 views0 comments

Comments


bottom of page