Fyrsta mót sumarsins á mótaröð GSÍ fór fram hjá Golfklúbbnum Leyni um helgina. GS átti 5 þátttakendur en það voru þeir Pétur Þór Jaidee, Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Björgvin Sigmundsson og Róbert Smári Jónsson. Völlurinn var í mjög góðu ástandi og veðrið var ágætt allan tímann. Okkar menn stóðu sig vel og áttum við 4 kylfinga á topp 30 sem er flott byrjun hjá okkar keppniskylfingum. Pétur Þór Jaidee stóð sig best og náði í fyrsta skipti á ferlinum sínum á topp 10. Logi átti einnig fínt mót og endaði í 15. sæti.
Hér eru úrslit okkar manna.
9. sæti. Pétur Þór Jaidee
15. sæti. Logi Sigurðsson
24. sæti. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
27. sæti. Björgvin Sigmundsson
54. sæti. Róbert Smári Jónsson
Pétur Þór Jaidee
Comments