top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Rástímaskráning breytist

Kæru kylfingar.


Daginn er tekið að stytta og ekki lengur hægt að spila lengi á kvöldin. Á síðasta ári prófuðum við að hafa skráningar seinnipartinn á bæði 1. og 10. teig og var almenn ánægja með það fyrirkomulag svo ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn.


Hólmsvöllur, haustbókun 18 holur 8:00-13:54

Þegar bókað er á þessu bili er óþarfi að bóka seinni 9 holurnar sérstaklega (viðkomandi er bókaður í 18 holur).


Hólmsvöllur haustbókun fyrri 9 (14:00-20:00)

Einungis er verið að bóka sig á fyrri 9 holurnar. Ef kylfingur bókar á þessum tíma og vill spila 18 holur þarf að bóka sig líka á 10. teig (Hólmsvöllur haustbókun seinni 9 (16:00-20:00).


Hólmsvöllur haustbókun seinni 9 (16:00-20:00),

Þarna er einungis verið að bóka sig á seinni 9 holurnar (byrjað á 10. teig).


Þetta fyrirkomulag hefst næsta föstudag 17. september og opnast skráning fyrir þetta á morgun.


Vonandi verða veðurguðirnir með okkur í liði núna og við getum spilað a sumarflötum sem lengst inn í veturinn.








56 views0 comments

Comments


bottom of page