top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Ragnhildur og Gunnlaugur Árni sigruðu á Vormóti Golfklúbbs Suðurnesja

Í gær fór fram Vormót Golfklúbbs Suðurnesja og Golfsamband Íslands á Hólmsvelli í Leiru. Leika átti 36 holur á þessu móti en fyrri umferðin var felld niður vegna veðurs. Samtals voru það 73 kylfingar skráðir til leiks, 58 karlar og 15 konur. Meðalforgjöfin í karlaflokki var +0,45 og í kvennalfokki 1,8,


Mótið var fyrst af sinni tegund þar sem vegleg verðlaunafé voru í boði frekar en stig á stigalista GSÍ eða á heimslista áhugakylfinga. Það voru 25% efstu kylfingarnir sem hlutu verðlaunafé, 14 karlar og 6 konur


Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, tryggðu sér bæði sigur í sínum flokk með góðum fugl á 18. holu.


Ragnhildur tryggði sér sigurinn með því að spila hringinn á 72 höggum á meðan Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, fékk skolla á lokaholunni og kláraði sinn hring á 73 höggum. Auður Bergrún Snorradóttir og Eva Kristinsdóttir, báðar úr GM, enduðu jafnar í þriðja sæti á 78 höggum.  


Gunnlaugur Árni lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallar.  Ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, Logi Sigurðsson, GS, varð í öðru sæti á 68 höggum. Logi fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum og munaði litlu að Logi vippað ofan í fyrir erni á lokaholunni. Hákon Örn Magnússon, GR, var í þriðji á 69 höggum.


Í ár eru Vormótin tvö og er Nesklúbburinn framkvæmdaraðili seinna vormótsins um næstu helgi.


Verðlaunafé skiptingin var eftirfarandi:


Karlar:                 Konur:

1. 140.000 kr.     1. 140.000 kr.

2. 127.854 kr.      2. 44.100 kr.

3. 110.097 kr.             3. 35.700 kr.

4. 94.115 kr.                4. 30.450 kr.

5. 79.021 kr.                5. 25.200 kr.

6. 65.703 kr.               6. 19.950 kr. kr

.7. 54.160 kr.

8. 44.394 kr.

9. 37.291 kr.

10. 31.964 kr.

11. 28.412 kr.

12. 25.748 kr.

13. 23.973 kr.

14. 22.268 kr.
74 views0 comments

ความคิดเห็น


bottom of page