Fyrsta stigamótið í samstarfi við Íslandsbanka fór fram hjá okkur síðastliðinn þriðjudag í blíðskaparveðri. Það voru 69 keppendur sem tóku þátt í mótinu og var góð spilamennska hjá mörgum. Tuttugu og fjórir kylfingar voru á 36 punktum eða yfir og þar af voru átta sem voru með fjörtíu eða fleiri punkta.
Sigmundur Bjarki Egilsson kom inn með flesta punkta en hann fékk 45 punkta á hringnum sínum. Í öðru sæti með 43 punkta var Gunnlaugur Dan Guðjónsson og Sigríður Erlingsdóttir fær þriðju verðlaun með 42 punkta en hún hafði betur á seinnustu níu fram yfir Annel Fannar Annelsson.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skorið og var það Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sem spilaði á tveimur höggum undir pari eða 70 höggum.
Næstur holu á 16. braut varð svo Bjarni Fannar Bjarnason en hann var 2.10m frá holu. Allir verðlaunahafar fá í verðlaun tíma í golfherminn okkar.
Stigamót númer 2 verður svo haldið þriðjudaginn 4. júní en mótanefnd vill endilega hvetja sem flesta til að taka þátt og safna stigum yfir sumarið.
Úrslit:
Punktakeppni
Sigmundur B. Egilsson 45 punktar
Gunnlaugur D. Guðjónsson 43 punktar
SIgríður Erlingsdóttir 42 punktar (S9)
Annel F. Annelsson 42 punktar
Stefán J. Sigurðsson 40 punktar (S9)
Höggleikur
Guðmunur R. Hallgrímsson 70 högg
Pétur Þór Jaidee 72 högg
Auðunn F. Hafþórsson 73 högg
Sveinn A. Sigurpálsson 74 högg (S6)
Róbert Smári Jónsson 74 högg
Commenti