top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Skráning hafin í Bikarkeppni GS 2021

Skráning er hafin í Bikarkeppni GS og er skráningarfrestur til 28. maí kl 18:00. dregið verður í bikarkeppninni sama dag. Bikarkeppnin hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár og þurftu nokkrir að spila sig inn í fyrra. Mótið er opið félagsmönnum Golfklúbbs Suðurnesja. Bikarkeppni GS er mjög skemmtilegt mót og er fyrirkomulagið holukeppni einstaklinga með forgjöf. 64 keppendur geta tekið þátt og er dregið í fyrstu umferð þar sem sigurvegarinn heldur áfram en sá sem tapar hefur lokið leik. Síðan er haldið áfram koll af kolli þangað til einn keppandi stendur eftir sem sigurvegari. Sigurvegari keppninnar er svo krýndur á lokahófi GS í lok sumars.


Við hvetjum alla kylfinga til að skrá sig tímanlega á GolfBox


167 views0 comments

Comments


bottom of page