top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Stigamót Golfklúbbs Suðurnesja hefjast á þriðjudaginn

Hin árlegu þriðjudagsmót Golfklúbbs Suðurnesja hefjast næstkomandi þriðjudag, 9. maí og verður fyrsta stigamótið unnið í samstarfi við Íslandsbanka. Skráning er nú þegar hafin á Golfbox. Mótsgjaldið er 3.500 kr. og innifallið í mótsgjaldinu verður súpa og brauð að hætti Guðmundar Rúnars.


Fyrirkomulag mótana á þessu sumri verða með svipuðu sniði og síðustu ár þar sem spiluð er punktakeppni og höggleikur. Fjöldi punkta sem leikmaður fær í hverju móti telst sem stig. Mótin verða 8 talsins og munu stigin úr 5 bestu mótunum telja.


Efstu kylfingarnir í karla og kvennaflokki verða svo krýndir Stigameistarar GS. Veitt verða verðlaun í hverju móti fyrir 1. – 3. sæti í punktakeppni, fyrir besta skor og nándarverðlaun.


Mótstjórn mun taka rástíma frá fyrir keppendur frá kl. 15.00 – 18.00 en ef keppendur vilja spila byrja fyrir utan þennan tíma geta þeir skráð sig á teigtíma í gegnum Golfbox og þurfa að láta vita, fá skorkóð/skorkort og greiða mótsgjald áður en lagt er af stað.


Góð veðurspá er fyrir þriðjudaginn og völlurinn okkar kemur vel undan vetri. Við í mótanefnd viljum hvetja GS-inga að fjölmenna út í Leiru eiga góðan dag saman.


139 views0 comments

Comentarios


bottom of page