Nú styttist í að keppnisgolfið hefjist hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fyrsta stigamót sumarsins hefst þriðjudaginn 14. maí og nýtt fyrirkomulag verður á því í sumar.
Á síðasta aðalfundi GS var ný reglugerð um Stigamót GS (áður Þ-mótaröð GS) samþykkt. Helsta breytingin er að nú verður hægt að leika mótið á tveimur dögum (í flestum tilfellum), þ.e. að velja milli þess að leika á þriðjudegi eða miðvikudegi, nú eða bara leika báða dagana og betri hringurinn telur. Þá verður einnig keppt í sér karla- og kvennaflokki í hverju móti og veitt verðlaun í báðum flokkum. Reglugerð um Stigamót GS má lesa hér.
Stigamótaröð GS er einnig keppni um sæti í sveitum GS
Reglugerð fyrir val í sveitir eldri kylfinga má sjá hér en Siggi Palli, íþróttastjóri GS, mun kynna sérstaklega á næstu dögum hvernig vali verður háttað í aðalsveitir klúbbsins.
Comments