top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Sveit GS í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Dagana 14.-16. júlí fór fram Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri, haldið hjá GM, GKG og GK. Sveit GS spilaði 5 leiki, vann þrjá en tapaði tveimur og endaði mótið í 3. sæti. Frábær árangur hjá okkar yngstu kylfingum og eiga þeir svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þess má geta að lið GS hampaði íslandsmeistaratitli í þessum aldursflokki síðustu 2 ár.

Sveitina skipuðu þeir Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, Kári Siguringason, Ingi Rafn Davíðsson og Elvar Ingvarsson. Með þeim á myndinni er íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, Sigurpáll Geir Sveinsson.

Til hamingju allir!

8 views0 comments

Comments


bottom of page