top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Sveitir GS stóðu sig vel á Íslandsmótum golfklúbba

Það er búið að vera nóg um að vera hjá liðum GS síðastliðnar tvær vikur en lið 65 ára og eldri karla keppti í LEK +65 ára sveitakeppni sem haldið var í Öndverðarnesi dagana 10. og 11. ágúst en það mót var haldið í fyrsta skipti og var gaman að sjá hve mörg lið tóku þátt. Um helgina lauk öldungasveit kvenna og karla keppni (+50) en konurnar spiluðu í 2. deild í Sandgerði og karlarnir í 1. deild í Borgarnesi.


+65 ára lið GS skipuðu:

Jón Gunnarsson

Þorsteinn Geirharðsson

Jón F. Sigurðsson

Einar Magnússon

Georg Hannah

Helgi Hólm

Jon Kristinn Magnússon


Liðið endaði í 9. sæti



Konurnar sem skipuðu öldungasveit kvenna eru eftirfarandi:

Þóranna Andrésdóttir

Karítas Sigurvinsdóttir

Guðríður Vilbertsdóttir

Helga Sveinsdóttir

Sigurrós Guðrúnardóttir

Anna María Sveinsdóttir

Liðsstjóri: Sesselja Erla Árnadóttir


Þær spiluðu til úrslita við Golfklúbbinn Leyni en töpuðu naumlega og enduðu því í öðru sæti. Frábær árangur samt sem áður og klárlega stefnt á sigur á næsta ári og að komast í 1. deildina.


Öldungasveit karla skipuðu:

Kristján Björgvinsson

Hilmar Theodór Björgvinsson

Friðrik K. Jónsson

Páll H. Ketilsson

Snæbjörn Guðni Valtýsson

Guðni Vignir Sveinsson

Sigurþór Sævarsson

Kristinn Óskarsson

Sigurður Sigurðsson


Þeir enduðu mótið með að leika um 3. sætið en urðu að lúta í lægra haldi gegn Öndverðarnesi þar sem úrslit réðust í síðasta leik á 19. holu. Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur léku til úrslita og hafði Keilir betur. Vel gert hjá okkar mönnum og full ástæða til að stefna á verðlaunasæti að ári


Frábært að sjá hvað sveitirnar okkar standa sig vel og ekki síður liðsandann sem einkennir liðin. Áfram GS!


Kvennasveit GS +50


Karlasveit GS +50

102 views0 comments

Kommentare


bottom of page