• Golfklúbbur Suðurnesja

Sveitir GS stóðu sig vel á Íslandsmótum golfklúbba

Það er búið að vera nóg um að vera hjá liðum GS síðastliðnar tvær vikur en lið 65 ára og eldri karla keppti í LEK +65 ára sveitakeppni sem haldið var í Öndverðarnesi dagana 10. og 11. ágúst en það mót var haldið í fyrsta skipti og var gaman að sjá hve mörg lið tóku þátt. Um helgina lauk öldungasveit kvenna og karla keppni (+50) en konurnar spiluðu í 2. deild í Sandgerði og karlarnir í 1. deild í Borgarnesi.


+65 ára lið GS skipuðu:

Jón Gunnarsson

Þorsteinn Geirharðsson

Jón F. Sigurðsson

Einar Magnússon

Georg Hannah

Helgi Hólm

Jon Kristinn Magnússon


Liðið endaði í 9. sætiKonurnar sem skipuðu öldungasveit kvenna eru eftirfarandi:

Þóranna Andrésdóttir

Karítas Sigurvinsdóttir

Guðríður Vilbertsdóttir

Helga Sveinsdóttir

Sigurrós Guðrúnardóttir

Anna María Sveinsdóttir

Liðsstjóri: Sesselja Erla Árnadóttir


Þær spiluðu til úrslita við Golfklúbbinn Leyni en töpuðu naumlega og enduðu því í öðru sæti. Frábær árangur samt sem áður og klárlega stefnt á sigur á næsta ári og að komast í 1. deildina.