top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Tilkynning frá mótsstjórn Meistaramóts 2019

Á síðasta aðalfundi Golfklúbbs Suðurnesja samþykktu félagar nýja reglugerð um Meistaramót GS.

 

Helstu áherslubreytingar sem voru gerðar frá fyrri Meistaramótum:

Skráningarfrestur er til klukkan 12.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjórn raðar keppendum á rástíma; fyrstu tvo dagana er dregið í ráshópa en seinni tvo dagana ræður skor rástímum (á lokahring sé um þriggja daga mót að ræða).

Mótsstjórn getur veitt undanþágu frá þessari reglu séu rök keppanda sterk og það sé mat mótsstjórnar að undanþága veiti viðkomandi ekki forskot á aðra keppendur. Umsóknir um undanþágur þurfa að berast mótsstjórn í síðasta lagi sunnudaginn 30. júní í tölvupósti á gs[at]gs.is, eftir það verða umsóknir um undanþágur ekki teknar til greina.

 

Golfbílar eru ekki leyfðir nema keppandi fái undanþágu frá mótsstjórn, undanþágur skulu aðeins veittar þeim kylfingum sem eiga erfitt um leik heilsu sinnar vegna.

Mótsstjórn hefur ákveðið að keppendum í flokki 65 ára og eldri er sjálfkrafa veitt undanþága en aðrir þurfa að sækja um undanþágu hjá mótsstjórn í síðasta lagi n.k. sunnudag í tölvupósti.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta í Meistaramótinu, skemmtilegasta móti ársins! Golfkveðja frá mótsstjórn

7 views0 comments

Comments


bottom of page