top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Vallarmet og hola í höggi í Stigamót 3

Stigamót 3 fór fram í gær og tóku yfir 70 félagsmenn þátt að þessu sinni og voru margir að skila inn góðum hringjum.


Ingi Rafn William Davíðsson vann punktakeppnina á 42 punktum en Ingi verður 14 ára eftir 2 vikur. Sveinn Andri Sigurpálsson gerði sér lítið og lék hringinn 7 höggum undir pari eða á 64 höggum sem er nýtt vallarmet af gulum teigum á Hólmsvelli.  Sigurður Stefánsson fór svo holu í höggi á 9.braut. Við óskum þeim félögum til hamingju með árangurinn.


Annars urðu helstu úrslit eftirfarandi:


 Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti: Ingi Rafn Davíðsson, – 42 punktar

2. sæti: Brynjar Steinn Jónsson – 40 punktar

3. sæti: Jón Jóhannsson – 39 punktar


Höggleikur án forgjafar:

1. sæti: Sveinn Andri Sigurpálsson – 64 högg

2. sæti: Logi Sigurðsson – 66 högg

3. sæti: Jón Jóhannsson – 71 högg


Nándarverðlaun:

9. braut: Sigurður Stefánsson 0 cm – hola í höggi


Stigamót 4 er á dagskrá nk. þriðjudag 27.ágúst og er nú þegar opið fyrir skráningu.




48 views0 comments

Comments


bottom of page