top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Veigar og Thelma sigra Hjóna--og paramót Diamond Suites

Um helgina var haldið hjóna- og paramótið Diamond Suites í samstarfi við Hótel Keflavík. Var það hið glæsilegasta og voru 78 þátttakendur með í mótinu.


Veðrið var ágætt þrátt fyrir smá golu og ekkert svakalegar hitatölur. Allt gekk að óskum og var mikil gleði á meðal keppenda. Verðlaunin voru að vanda stórglæsileg frá Hótel Keflavík. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 5 sætin, 17. sætið, 38. sætið, síðasta sætið, nándarverðlaun, og dregið úr skorkortum.


Mótið var sett á Hótel Keflavík á föstudeginum með fordrykk og happdrætti. Steinþór Jónsson hóteleigandi tók á móti keppendum og sýndi þeim nýja stórglæsilega spa-ið sem verður klárt á næstunni. Svo hófst mótið á laugardeginum þar sem allir kepppendur fengu teigjafir og voru ræstir út með hvellstarti í hádeginu.


Mótinu var svo slitið í dýrindis veislu í einum af veislusölum Hótel Keflavíkur um kvöldið. Sigurvegarnir í ár voru hjónin/parið Veigar Gauti Bjarkason og Thelma Hrund Hermannsdóttir með 47 punkta og í öðru sæti urðu Gústav Jakob Daníelsson og Guðrún Jóhanna Axelsdóttir með 46 punkta.


Golfklúbbur Suðurnesja þakkar keppendum kærlega fyrir góða þátttöku og hlökkum til næsta árs þegar hjóna- og paramótið verður haldið 7.júní 2025.


Úrslit:

1. Veigar Gauti Bjarkason / Thelma Hrund Hermannsdóttir 47 p.

2. Gústav Jakob Daníelsson / Guðrún Jóna Axelsdóttir 46 p.

3. Þorkell Þór Gunnarsson / Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir 44 p.

4. Guðjón Skúlason / Ólöf Einarsdóttir 44 p.

5. Jón Júlíus Karlsson / Helga Kristín Jóhannsdóttir 43 p.


Nándarverðlaun:

2. holu Ívar Guðmundsson

8. holu Örn Ævar Hjartarson

13. holu Hilmar Sighvatsson

16.holu Hermann Helgason

518 views0 comments

Comments


bottom of page