top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Vel heppnað styrktarmót Brjóstaheilla í Leirunni

Í gær var Texas Scramble-styrktarmót Brjóstaheilla, stuðningshóps kvenna sem hafa gengið í gegnum meðferð við brjóstakrabbameini, haldið í Leirunni við frábærar aðstæður. Alls tóku 76 keppendur þátt og léku golf á góðum Hólmsvelli.

 

Verðlaun voru veitt fyrir sex efstu sæti og nándarverðlaun á öllum par-3 brautum vallarins, auk þess var dregið úr skortkortum í mótslok.

Úrslit:

1. sæti – ChelseaPool (Björgvin Sigmundsson og Guðni Oddur Jónsson), 63 högg nettó (30 á seinni) 2. sæti – S8 hópurinn (Laufey Jóna Jónsdóttir og Jón B. Guðnason), 63 högg nettó (36 á seinni) 3. sæti – Lögga og bófi (Óskar Halldórsson og Sigurður Garðarsson), 65 högg nettó (33 á senni) 4. sæti – Álfarnir (Hólmar Árnason og Atli Kolbeinn Atlason), 65 högg nettó (34 á seinni) 5. sæti – Bræður (Annel Jón Þorkelsson og Halldór Rúnar Þorkelsson), 67 högg nettó (36 á seinni, betra skor á 14.) 6. sæti – Gamli og Dvergurinn (Elvar Bjarki Friðriksson og Friðrik Sigurðsson), 67 högg nettó (36 á seinni)

Næstur holu á 3. braut – Sigurður Magnússon, 2,38m Næst holu á 8. braut – Sesselja Árnadóttir, 2,44m Næstur holu á 13. braut – Annel Þorkelsson, 4,20m Næstur holu á 16. braut – Annel Þorkelsson, 1,20m

5 views0 comments

Comentarios


bottom of page