Golfklúbbur Suðurnesja (GS) óskar eftir verkefnastjóra til að hafa yfirumsjón með veitingasölu og viðburðum á vegum klúbbsins.
Starfið felur í sér eftirfarandi:
Daglegur rekstur veitingasölu og afgreiðslu
Innkaup vegna veitingasölu og golfbúðar
Ráðning starfsmanna, þjálfun og mönnun vakta
Skipulagning og innleiðing nýrra viðburða fyrir félagsmenn GS
Náin samvinna við framkvæmdastjóra og stjórn GS
Menntunar og hæfniskröfur:
Reynsla af innkaupum kostur
Reynsla af mannaforráðum kostur
Reynsla af veitingasölu kostur
Reynsla af skipulagningu viðburða kostur
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð mikilvæg
Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir starfsemi hjá GS hverju sinni, getur verið bæði um kvöld og um helgar.
Umsóknarfrestur: 14. febrúar. Umsókn og ferilskrá sendist á gs@gs.is.l
Comments