Lífið er heldur betur að vakna í Leirunni. Völlurinn er í einstaklega góðu formi og flatirnar óvenju góðar, því er sorglegt að sjá umgengnina um völlinn. Torfusneplar eru illa eða ófrágengnir og boltaför á flötum ótrúlega mörg (þrátt fyrir að flatargafflar hafa verið í boði ókeypis í upphafi þessa tímabils).
Ég við vekja athygli kylfinga á að nú er tjaldurinn byrjaður að verpa og vil ég biðja þá (kylfingana) að taka tillit til þessara íbúa Leirunnar … og ganga betur um völlinn.
Comentarios