Golfakademian_013_log.jpg

GOLFHERMIR OG AKADEMÍAN

Inniaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja er í íþróttaakademíu Reykjanesbæjar við Sunnubraut 35, Reykjanesbæ. Þar er góð aðstaða til golfiðkunar og hægt að pútta, vippa, æfa og spila í golfhermi. 

Aðstaðan er opin hinum almenna kylfingi frá 1. janúar til 30. apríl ár hvert. Opið hús fyrir pútt og vipp er á föstudögum kl. 17-20 og á laugardögum kl. 10-14.


Golfhermirinn er laus eftir samkomulagi og sér Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri um tímapantanir, sp@gs.is, 862-0118.

Ekki er leyfilegt að vera á útiskóm í salnum, því er gott að taka með inniskó.