GOLFKENNSLA

Golfkennsla er mikilvæg fyrir alla kylfinga, fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta sinn leik og lækka forgjöfina og fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni er gífurlega mikilvægt að læra strax réttu handtökin.

 

Golfkennsla fyrir hinn almenna kylfing er í boði allt árið hjá GS og sjá Sigurpáll Sveinsson (sp@gs.is) og Andrea Ásgrímsdóttir (andrea@gs.is) um kennsluna en þau eru bæði menntaðir PGA golfkennarar.

Í boði eru einkatímar, hópatímar og spilakennsla á velli. Fyrir nánari upplýsingar og til að panta tíma er haft samband beint við kennarana.

 

Vetrarnámskeið 2021

Sigurpáll og Andrea, PGA kennarar, verða með hópaþjálfun í vetur sem henta öllum kylfingum, byrjendum jafnt sem lengra komnum. Æfingarnar hafa verið geysivinsælar undanfarin ár og má gera ráð fyrir að plássin fyllist fljótt.  Vegna Covid 19 hefur ekki verið hægt að byrja fyrr en í byrjun árs 2021. Æfingarnar eru á 2 vikna fresti og iðkendur fá heimaverkefni og æfingar til að gera á milli tíma.

  • Fjórir kylfingar í hverjum hóp

  • Æfingar fara fram í Golfakademíu Reykjanesbæjar (eða í Leirunni þegar veður leyfir)

  • Þátttakendur fá aðgang að æfingaaðstöðunni á opnum tímum

  • Boltar og áhöld er innifalið á öllum æfingum

Kennt er í hádeginu og svo seinnipart dags og fram á kvöld. Kennsluvikurnar eru eftirfarandi:

 

Vikur 4, 6, 8, 10, 12.

 

Lokahóf allra hópa verður ákveðið þegar nær dregur sumri.

 

Verð fyrir þessa 6 tíma er kr. 24.000 á mann.


 

Skráning og nánari upplýsingar:

Sigurpáll: sp@gs.is, sími 862-0118

Andrea: andrea@gs.is, sími 615-9515

Garðskagavegur, 232 Reykjanesbæ

421-4100 ~ gs@gs.is

Kt. 530673-0229 

Reikningsnúmer 0121-26-3286

VSK nr. 41338

  • Instagram
  • Facebook
  • TripAdvisor