
Kvennagolfið í Golfklúbbi Suðurnesja
Kvennastarfið í Golfklúbbi Suðurnesja hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár – og þann 23. júní 2025 voru 260 konur skráðar í klúbbinn, eða um 27% félagsmanna.
Kvennaráð GS heldur utan um virkt og líflegt kvennastarf sem er opið öllum konum, óháð getustigi. Boðið er upp á frátekna rástíma á miðvikudögum frá kl. 17:03 til 18:51 yfir sumartímann og leiknar eru 9 holur á Hólmsvelli. Lögð er áhersla á samveru, hvatningu og gleði í gegnum golfið.
Árið 2025 eru 10 skipulagðir kvennaviðburðir á dagskrá – þar af sérstök mót, vínkonukvöld, texas scramble og lokahóf. Einnig er hefð fyrir árlegri heimsókn til annarra kvennahópa, sem hefur fest sig í sessi sem skemmtilegur fastaliður. Að auki er kvennakvöld annað hvert ár haldið í upphafi sumars – en í maí 2024 mættu yfir 100 konur og settu stemminguna strax í gang!
Við hvetjum allar félagskonur, jafnt byrjendur sem lengra komnar, til að taka þátt og verða hluti af þessu öfluga og hlýlega samfélagi.
Kvennaráð Golfklúbbs Suðurnesja 2025
-
Karítas Sigurvinsdóttir
-
Guðrún Þorsteinsdóttir
-
Berglind Dagný Steinadóttir
-
Halldóra Magnúsdóttir
-
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir
-
Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir
-
Sóley Ragna Ragnarsdóttir
Dagskrá kvennagolfsins sumarið 2025
• 28. maí – Kvennagolf #1 - Kvennaráð á staðnum og svarar öllum spurningum
• 4. júní – Kvennagolf #2
• 11. júní – Kvennagolf #3
• 18. júní – Kvennagolf #4 - Golfmót - 9 holur, skila verður skorkorti. Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti
• 25. júní – Kvennagolf #5
• 2. júlí – Kvennagolf #6 – Vínkonumót: Allar mæta með eina léttvínsflösku, púttin talin sérstaklega og verðlaun veitt fyrir fæstu púttin
• 9. júlí – Kvennagolf #7 – 9 holu mót með skorkortum og verðlaunum fyrir 1. sæti
• 16. júlí – Kvennagolf #8
• 20. ágúst – Kvennagolf #9 – 2ja manna Texas Scramble
• 27. ágúst – Kvennagolf #10 – Lokaslútt