top of page

NÝLIÐAR

Golfklúbbur Suðurnesja býður alla nýliða velkomna.  

 

Námskeið eru haldin á hverju vori og eru þau gríðarlega vinsæl og hafa verið vel sótt undanfarin ár.  Vorið 2020 komu til að mynda 140 nýjir kylfingar á þessi námskeið.

Einnig hefur verið haldinn svokallaður nýliðadagur þar sem eldri félagar koma og leiðbeina nýliðunum á aðalvellinum og allir skemmta sér vel. 

 

Jóel er lítill par 3 völlur sem allir mega nýta sér að kostnaðarlausu og er sá völlur frábær vettvangur fyrir þá sem eru að taka sín allra fyrstu skref. Svo hvetjum við alla nýliða til að vera duglegir að nýta sér æfingasvæðið en allir geta keypt sér kort í boltavélina og æft sig að slá.

83426154_3106810056044943_15889598725528
bottom of page