Skráning er hafin í Bikarkeppni GS 2018.
Fyrsta umferð Bikarkeppninnar hefst miðvikudaginn 20. júní.
Skráning í mótið fer fram á golf.is og er hægt að skrá sig til leiks fram á hádegi sunnudaginn 17. júní. Fyrirkomulag er holukeppni með forgjöf.
Sunnudaginn 17. júní verður svo dregið í viðureignir í golfskálanum. Þátttakendur eru hvattir til að vera viðstaddir dráttinn en hann verður einni í beinni á Facebook-síðu Golfklúbbsins.
Núverandi bikarmeistari GS er Óskar Halldórsson og eru einhverjar líkur á að hann langi að vinna bikarinn þriðja árið í röð.
コメント