top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Braut í fóstri

Á kynningarkvöldi GS sem haldið var í byrjun júní var kynnt fyrirkomulagið Braut í fóstri en markmiðið með verkefninu er að völlurinn okkar verði enn betri og að allir félagsmenn hjálpist að. Þetta virkar þannig að meðlimum klúbbsins er skipt niður á brautir og er það upphafsstafur nafns sem ræður því hvaða braut meðlimur á. T.d. allir sem heita nafni sem byrjar á A eiga 1. brautina, allir sem eiga stafinn E eiga braut nr. 4. Það sem felst í að eiga braut er að hugsa sérstaklega vel um þá braut. Að sjálfsögðu á að ganga vel um allan völlinn en við gefum brautinni okkar sérstaklega góðan gaum. Verkefnin eru t.d.:


  • Henda brotnum tíum í kassana á teigum

  • Tína upp rusl á brautinni

  • Leggja torfusnepla í sár

  • Raka glompur og setja hrífur á sinn stað

  • Leita að boltaförum á flötum og gera við þau


Það er von okkar að félagsmenn taki vel í þetta verkefni og sjái hag klúbbsins og okkar allra félagsmanna með því að taka þátt.


Hér má sjá hvernig brautirnar skiptast á nöfn:




386 views
bottom of page